Egill Helgason hringdi í mig

Egill Helgason er ekki hrifinn af því að fólk leiðrétti rangfærslur hans. Í dag er hann búinn að eyða bæði svari frá mér og Matta við nýjasta pistill sinn. Ég ákvað að prufa að senda athugasemdina aftur en aftur var henni eytt. Í þriðja skiptið var ekki nóg að athugasemdinni væri eytt heldur fékk ég símtal frá Agli Helgasyni. Egill var frekar æstur en ég skal reyna að koma með nokkra punkta úr samtalinu.

  • Ef ég kommenta aftur þá lætur hann loka fyrir IP-töluna mína.
  • Enginn frá Vantrú má kommenta á greinar hjá honum.
  • Jón Torfason er gáfaðri/merkilegri en ég af því að hann er úr sveit, er gamall og heitir ekki asnalegu nafni!
  • Egill játaði að vera alveg sama Vinaleið en er bara að tala um hana til þess að æsa andstæðinga hennar upp.
  • Við á Vantrú erum vitlausir að láta hann æsa okkur upp.

Hann skellti á um það bil þegar ég fékk hláturskast úr af sveitamannakommentinu. Kannski að ég sendi Eygló að tala við hann næst. Hún er úr sveit og þess vegna er hún ákaflega gáfuð. Þar að auki heitir hún svona klassísku nafni. Það er ekki alveg jafn flott og Jón en það ætti að duga.

Reyndar sendi Egill síðan sms og baðst afsökunnar á því að hafa verið dónalegur við mig.