Slakir Takkar

Áðan fór ég í tölvubúðina Takkar og ætlaði að kaupa mér sjónvarpsflakkara.  Sá sem ég ætlaði að kaupa var auglýstur efst á heimasíðu þeirra þannig að ég gerði ráð fyrir að ég þyrfti ekkert að hringja og spyrja hvort þetta væri til.  Það var nú óhóflega rausnarlegt af mér að gera ráð fyrir að áberandi auglýsing þýddi að tækið væri til.  Ég mætti á staðinn og ekkert var til tækið.  Mér var boðið tvöfalt dýrari spilari sem ég afþakkaði pent og yfirgaf staðinn.  Er til of mikils mælst að tölvubúðir séu með heimasíður sínar á hreinu?  Bögg.