Eftir að hafa skoðað Íslandshreyfinguna aðeins þá get ég ekki sagt að mér finnist þetta merkilegt fyrirbæri. Ég sé ekki að þau muni taka mikið fylgi af VG. Mér sýnist að þau séu mest að gera út á þau mið sem Samfylkingin hefur verið á. Það gæti náttúrulega gerst að einhverjir sem hafa verið að færast frá Samfylkingunni yfir á VG fari þarna yfir en ég held samt eiginlega ekki. Persónufylgi Ómars og Margrétar gæti gert eitthvað fyrir framboðið en þó ekkert endilega. En annars þá var uppljóstrun gærdagsins voða lítið merkileg. Ekkert nýtt kom fram. Framboðslistarnir sjálfir gætu hins vegar sagt manni eitthvað. Ætli þeir séu tilbúnir?