Svo ég tali örlítið um málið sjálft þá finnst mér að sjálfssögðu allt í lagi að hæðast að þjóðsöngnum, skrumskæla hann og misþyrma. Ég tel að það sé eðlilegur hluti af tjáningarfrelsinu. Þetta mun verða álit mitt þó að skipt verði um þjóðsöng. Reyndar tel ég það versta sem maður getur gert þjóðsöngnum sé það að minna fólk á leirburðinn í næstu erindum (álit skáldsins sjálfs). Við kvökum sko og kvökum.