Kostur þess að vera óstofnanavæddur

Þegar ég las viðtalið við séra Hjört Magna í Blaðinu í dag þá fannst mér athyglisverðast að hve skilningur hans í trúarlífi þeirra sem eru að nafninu til kristnir er mikið dýpri en ég verð var við hjá þjóðkirkjuprestum.  Nú ætla ég ríkiskirkjuprestum ekkert endilega að skilja sóknarbörn sín verr heldur en Fríkirkjupresturinn heldur grunar mig að þar sé frekar um að ræða afleiðingu stofnanavæðingarinnar.  Þeir eru bundnir af kirkjunni sjálfri og geta því ekki nálgast fólk á sama hátt og Hjörtur Magni.

Hræðsluáróðurinn um að öfgatrúarhópar muni verða öflugri við aðskilnað ríkis og kirkju byggir að mínu viti á gríðarlegri vanþekkingu á eðli trúar hins kristna hluta þjóðarinnar.  Mín reynsla er alla vega sú að flestir séu mun frjálslyndari en ríkiskirkjan.