Það er ekki búið að selja einn bita af hvalkjöti. Ég er ekki vel að mér í svona atvinnurekstri en mér skilst að það kosti eitthvað að senda skip út til veiða, olía og laun fyrir hvalveiðimenn. Síðan grunar mig að það kosti einhvern pening að geyma svona gríðarlegt magn af kjöti í frystigeymslum í hálft ár.
Nú gæti verið að ég sé bara heimskur vinstri maður sem skilur ekki lögmál markaðarins en er grundvöllur hvalveiða í atvinnuskyni ekki sá að einhver græði á þeim?
Um daginn voru einhver dýravinasamtök að bjóða Íslendingum að kaupa líf fyrir einn eða tvo hvali. Ég man að ég las einhver Moggablogg þar sem var hæðst að þessum hugmyndum og sagt að peningaupphæðin hafi verið alltof lág. Nú efast ég um að fjárhæðin hafi verið nógu há til að borga upp tapið sem hefur þegar orðið af hvalveiðunum en þetta er allavega leið til að fá einhverja peninga inn í þetta mislukkaða framtak.