Ef ég hef ekki sagt það nógu oft þá er best að endurtaka það. Ég elska Google Earth.
Ástæðan fyrir því að ég minnist á það núna er sú að ég var að leika mér að setja skrá inn á Kaupmannahafnarsíðuna (sem er ekki til en þó dáltið inn á henni miðað við til dæmis Færeyjasíðuna). Ef smell er á hlekk á þess skrá sem er einmitt svona: Jorcks Passage. Þá geturðu opnað skránna ef þú ert með Google Earth. Forritið opnast, færist austur frá Bandaríkjunum, sveimar niður í átt að Danmörku, súmmar á Kaupmannahöfn og endar á Jorcks Passage þar sem spilabúðin Games Köbenhavn er staðsett. Þetta getur Sverrir Guðmundsson allavega gert. Ég get ekki ímyndað mér annað en hann sé með Google Earth í tölvunni sinni.
Þegar ég vinn meira í þessum ferðasíðum mínum þá ætla ég að setja svona skrá við hvern einasta stað. Þetta er hinn andlegi hafís tækni- og framfarahyggju minnar.
Setjið inn Google Earth. Þið sjáið ekki eftir því. Næst þegar einhver þarf leiðbeiningar heim til mín þá sendi ég bara GoogleEarth skrá.