Úrvinnslan?

Jón Sigurðsson sagði að það gæti verið eitthvað í úrvinnslu skoðanakannana sem ylli því að Framsóknarflokkurinn kæmi illa út.  Nú er margt sem getur skekkt skoðanakannanir en það þarf nú að vera eitthvað meira en skrýtið við úrvinnsluna til að hún eyðileggi alltaf fyrir sama flokknum sama hver tekur könnunina og hvaða aðferðafræði er notuð.

Ef það er einhver skekkja þá myndi ég giska á að aldurmörkin séu sökudólgurinn. Fólk yfir sjötugt er almennt ekki spurt.

5 thoughts on “Úrvinnslan?”

  1. Maður getur sig hvergi hreyft án þess að fólk sé að ausa drullu yfir Framsókn.

    Er einhver ástæða til að ætla að úthringjendur í skoðanakönnunum, yfirleitt ungt fólk, sé ekki haldið sambærilegri þráhyggju?

  2. Hér er ekkert samsæri kjósenda í gangi. Kjósendur eru ekki búnir að gera upp hug sinn enn. Það virðast samt vera margir sem halda að kannanir séu einhver spá um niðurstöður kosninga. Það er röng úrvinnsla á könnununum.

    En án þess að vera með einhver leiðindi vil ég benda á að Framsókn fékk um 20% atkvæða ungs fólks í kosningunum fyrir fjórum árum.

  3. Ég var engan veginn að segja að ungt fólk kysi ekki Framsókn, ég er bara að nefna að fólk yfir sjötugt er óþekkt stærð.

Lokað er á athugasemdir.