Ég hlustaði á Stefán Pálsson og Sigga Kára ræða um norska herinn áðan. Eitt hefði mátt fara betur í. Það er búið að tala um að það eigi að halda heræfingar hérna svo að norski herinn þekki til staðhátta ef þeir þurfa að verja okkur fyrir einhverju. Ég hefði viljað spyrja hvar þessar heræfingar eiga að fara fram. Ef þær eiga að fara fram út í óbyggðum þá skil ég ekki alveg hvern þeir ætla að verja þar ef eitthvað myndi koma upp á. Ef einhverjir ráðast á miðborg Reykjavíkur þá fatta ég ekki hvaða gagn er af því að norskir hermenn hafi æft sig í einhvers staðar út í rassgati. Ég tek fram að ég er ekki að hvetja til heræfinga í Reykjavík.