Í myndinni Whoops! Apocalypse er hæðst að því hvernig breska kóngafólkið hegðar sér þegar það fer í herinn. Það ætlast til, að lætur eins og það ætlist til, að það sé komið fram við það eins og aðra. Það er að sjálfssögðu ekki gert þó allir láti eins og það sé bara hluti af hópnum.
Harry prins vill endilega fara til Írak. Hann er svo dekraður að hann heimtar það. Ef hann fer þá verður það að sjálfssögðu til þess að félagar hans verða alltaf í gríðarlegri hættu, mikið meiri en aðrir hermenn. Ef einhverjum tekst síðan skaða göltinn eða ræna honum verður það skelfilegt fyrir Íraka. Það er allt í lagi að hann leiki hermenn heima hjá sér (hvort sem það sé í breskum búningi eða nasista). En ef hann vill í alvörunni láta koma fram við sig eins og almennan borgara þá ætti hann að byrja á því að berjast fyrir afnámi konungsríkisins.