Eins og stendur í viðbótinni hér að neðan þá hefur spunameistarinn Guðmundur Magnússon ákveðið að benda á færslu mína hér að neðan. Í færslu sinni gefur Guðmundur tvennt í skyn:
1) Að ég hafi í raun verið búinn að lesa blogg hjá Pétri Gunnarssyni og sé bara að éta það upp eftir honum.
2) Að andúð mín á hringingum til kjósenda þýði að ég vilji banna þær (af því að ég er Vinstri Grænn).
Hvort tveggja er augljóslega bölvuð vitleysa og ég benti á það á bloggi Guðmundar (og Moggabloggið er hætt með IP tölurnar, víhí!). Ég les Pétur Gunnarsson almennt ekki enda finnst mér hann ekki spennandi penni (ég les Guðmund örlítið oftar þó hann sé ekki mikið áhugaverðari).
Seinna atriðið er náttúrulega bara liður í því áróðursstríði sem í gangi er gegn VG. Það er verið að halda því fram að við viljum banna allt. Var ekki í dag frétt um að Framsóknarmaður vilji banna sólarhringsbúðir í íbúðahverfum? Og er Villi Vill ekki nýbúinn að banna það að skemmtistaðir verði í endurreistu Austurstræti? Var ríkisstjórnin ekki að banna reykingar á skemmti- og veitingastöðum (ég er reyndar hlynntur því banni)? Ég hef ekki séð spunameistarana ráðast á þetta fólk. Enda hentar það ekki. Spuninn er það sem ræður ferðinni.
En allavega er ég Vinstri Grænn. Venjulega er Guðmundur í því að ráðast á löngu látna Alþýðubandalagsmenn til að reyna að koma höggi á VG.