Ég veit ekki hvort að margir viðskiptamenn myndu þola það að farið væri í gegnum hvert einasta smáatriði reikninga þeirra án þess að það finnist neitt almennilegt ákæruefni. Þegar ég las að hluti af ákærupakkanum væri eitthvað rugl um hvort einhverjir Bítladiskar hefðu verið keyptir í eigin þágu eða í þágu fyrirtækisins þá áttaði ég mig á að þessi málatilbúnaður væri djók. Þetta er í mesta lagi innanhússmál en ekki eitthvað fyrir ríkið að eltast við. Verst að þessi brandari hefur verið á kostnað skattborgarana. Næsta rannsóknarefni ætti að sjálfssögðu að vera hvers vegna öllum þessum peningum var sóað í vitleysu.