Hvað á að koma í staðinn er spurning sem heyrist oft þegar VG gagnrýnir ríkisstyrkta stóriðju. Svarið er yfirleitt á þá leið VG treysti fyrst og fremst á hugmyndaauðgi landsmanna. Við þessu er bara fussað. Yfirleitt er verið að gagnrýna VG fyrir að vilja stjórnast í öllu (ímynd sem andstæðingar flokksins hafa vandað sig við að búa til) en í þessu tilfelli er verið að gagnrýna VG fyrir að vilja ekki stýra atvinnulífinu. Það virðist ekki vera hægt að vinna.
Ég hef allavega þá trú á Íslendingum að þeir geti unnið að nýsköpun í atvinnulífinu sem byrjar smátt og stækkar síðan. Ég held að við þurfum engin erlend stórfyrirtæki hingað til að bjarga okkur. Slík uppbygging væri augljóslega betri til lengri tíma litið. Er ekki kominn tími til að breyta til?