Róttækar og róttækur. Tvö té í báðum tilfellum. Jón Sigurðsson fer verulega í taugarnar á mér þegar hann segir þessi orð. Hann ber nefnilega fram þrjú té. Rótt-tækur. Rótt-tækar. Þetta er mjög týpískt fyrir fólk sem er að reyna að gera sér upp norðlenskan hreim. Fréttamenn á RÚV gera þetta líka stundum, þá tvöfalda þeir líka káin. Tvöfaldar Jón Sig káin sín?