Fyrr í kvöld fór ég í lærdómsferð í Efra-Breiðholt. Fyrsta stopp var Gerðuberg þar sem ég tók nokkrar bækur. Ég tók mig til að vippaði mér bak við afgreiðsluborðið til að hjálpa stúlkunni við að redda einhverju leiðinlegasta böggi í Gegni. Það er magnað að það er hægt að merkja bækur “Finnst ekki” en síðan þegar einhver mætir með hana og vill fá hana lánaða þá neitar kerfið án skýringar. Seinni hluti lærdómsferðarinnar var Dominos, það er nauðsynlegt þegar lært er fram á nótt.