Góðar en ekkert sérstaklega góðar fréttir

Ég var að fá góðar fréttir sem eru í raun ekkert sérstaklega góðar. SIEF var að samþykkja að leyfa mér að flytja fyrirlestur á ráðstefnunni 2008. Það sem kemur í veg fyrir að ég hoppi af gleði eða leggist niður í kvíðakasti er það að ég hef ákveðið að skipta í Mastersritgerðarefni og mun því ekki vinna að þeirra rannsókn sem ég átti að tala um. Ég var á leiðinni að draga útdráttinn til baka en var aðeins of seinn. En þetta sýnir hins vegar að ég get skrifað svona umsókn ágætlega. Ég sæki þá bara um aftur í ágúst með nýja efnið þegar annað útkall verður.