Reyklaust kvöld

Venjulega myndi ég vera að plana sturtuferð en í kvöld er engin þörf. Það var Vantrúarkvöldverður og í fyrsta skipti nenntum við Eygló að skreppa á kráarölt með liðinu. Eins og venjulega var gaman og mikill metnaður í gangi.

Við borðuðum á Geysi Bistró. Get ekki sagt að þess staður hafi sigrað hjarta mitt né maga. Maturinn var ekkert slæmur en ekkert frábær. Skammtarnir voru líka frekar litlir. Ég hafði borðað lítið um daginn og hefði verið til að borða vel.  Ég fékk mér forrétt, aðalrétt og eftirrétt án þess að verða sérstaklega saddur. Efast um að ég borði þar aftur.

Leave a Reply