Eiturefnalaus

Einu sinni vann ég hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn sem nú er Mjöll-Frigg. Meðal þess sem ég gerði þar var að fylla á klórbrúsa. Ég var ekkert að vinna með klórgas og ég er ekki einu sinni viss um að það hafi verið gert á þeim tíma. Ég veit að það var gert hér áður en ég vann þar vegna þess að yfirmaður minn sagði mér sögu af því þegar hann varð fyrir eitrun á níunda áratugnum. Viðbrögðin á þeim tíma voru að senda hann heim, keyrandi. Ætli sá sem varð fyrir eitrun núna hafi unnið með mér þarna á sínum tíma?
En það eru nærri átta ár síðan ég var að vinna með eiturefni á hverjum degi. Núna sit ég hér í framhaldsnemarýminu í Odda og þarf ekkert að óttast nema þungt loft og lélegar Strætósamgöngur.