Hádegishittingur og uppskriftir

Jæja, ég er loksins farinn að ná upp hraðanum í uppskriftinni.  Búinn að ná um 20 mínútum á klukkutíma.

Í hádeginu gerðum við þjóðfræðingar/nemar á Háskólasvæðinu tilraun með hitting og við mættum sex í hádegismat í Norræna húsinu þrátt fyrir að hafa bara ákveðið þetta í gærkvöld. Gaman að spjalla, væntanlegar útferðir okkar voru mest umræddar. Eftir matinn röltum við Júlíana svo saman og plottuðum. Heimsyfirráð á næsta leyti?