Strætó kemur til móts við viðskiptavini sína, eða svoleiðis

Í morgun var ég að spá í hvort ég þyrfti sérstakan færsluflokk fyrir Strætófærslur, núna er ég að pæla í hvort ég þurfi nýtt blogg undir þær.

Ég fór heim í troðfullum Strætó. Mér sýndist á fólki að það væri nú ekki að alveg að skilja að í raun hafi Strætó verið að koma til móts við það með breytingum á kerfinu. Ég man varla eftir svona fjölda í Strætó. Fullt af fólki neyddist til að standa, til dæmis Halli vinur sem stökk upp í vagninn en var heppinn að geta sloppið fljótt aftur. Vagninn var orðinn frekar seinn (af því að það tekur lengri tíma að vera með fleiri farþega) þannig að það þurfti að láta aðra vagna bíða eftir honum í Mjódd.

Annars þá hef ég núna lent í því síðustu daga að fólk er að reykja í Strætisvagnaskýlum. Áðan þá kom einhver fáviti inn í skýlið og reykti þar, síðan rétt hann kærustunni sinni sem sat á bekknum rétt hjá mér sígarettuna og hún púaði yfir mig. Ég er semsagt með höfuðverk núna.