Ljóðið sem stóðst kröfur Lesbókarinnar

Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér ljóðlist þessa daganna finnst mér rétt að minna á ljóð sem birtist nýlega í Lesbók Morgunblaðsins og hélt Til Evu Braun. Ég ætla ekki að saurga mína eigin síðu með því að birta þetta hér. Þið sem misstuð af því á sínum tíma ættuð að smella á hlekkinn og lesa það, ég meina það. Tekur ekki langan tíma. Ljóðið er augljóslega fullorðinslegt og laust við óþarfa hluti svo sem klám, blótsyrði og óþekkt. Ég tek fram að ég hef ekkert vit á ljóðum og fór ekki á ljóðakvöldið umrædda þar sem ég hafði ekki áhuga á að fá lokakvöld reykinganna ofan í lungun.