Það eru alltaf illkvittnar raddir sem hvísla því að tengsl séu milli Sjálfsstæðisflokksins og Vöku. Við sem þekkjum til vitum betur. Sjáið til dæmis þetta dæmi sem ég tók af heimasíðu Vöku núna í dag þar sem laganeminn Árni Helgason svarar skýrt og greinilega spurningunni um hvort hann eigi aðild að einhverjum stjórnmálaflokk.
Ég óska Árna annars velfarnaðar í nýju starfi og vona að það komi ekki niður á öðrum félagsstörfum hans.