Hvað er fyrsta reglan ef maður hefur mikilvæg skjöl í tölvunni? Að taka afrit.
Nei, þetta er ekki horror saga. Það er samt þannig að í dag tók ég mig loksins til og tók afrit af möppunni sem inniheldur skjölin sem viðkoma meistaraverkefni mínu. Hefði átt að vera löngu búinn að því. Ég skrapp semsagt í Elkó í dag og keypti minnislykil til að geyma þetta á. Gott að hafa komið þessu í verk.
Í kjölfarið ákvað ég að koma öðru verkefni sem er töluvert stærra í verk. Ég tók inn bakköpp forrit og er að nota það núna til að fá afrit af öllum mp3 lögunum mínum. Afritunin fer fram í gegnum USB 1 tengi sem þýðir að þetta mun taka langan tíma. Þetta eru eitthvað nálægt 20 þúsund mp3 lög.
Á sínum tíma hrundi harði diskurinn minn og ég tapaði eiginlega öllum lögunum mínum án þess að hafa skipulögð afrit af öllu. Ég nýtti reyndar tækifærið og bjó til nýjar mp3 skrár í hærri gæðaflokki en áður.
Rétt í þessu var ég að uppgötva að ég á My Blue Heaven með Fats Domino á harða disknum. Skellti því á.
Sumir þjást af einhvers konar information overload vegna þess hve auðvelt er að hafa aðgang að miklu magni af tónlist. Ég hef aldrei nennt að velta mér upp úr slíkum lúxus vandamálum. Mér þykir einfaldlega ótrúlega notalegt að geta nálgast svona mikið af góðri tónlist á einfaldan hátt. Það myndi taka gríðarlegan tíma fyrir mig að hlusta á allt þetta efni en hvað með það? Þetta er bara lúxus en ekki vandamál.