Ég væri alveg til að fá síðustu einkunn mína í hús. Námslán myndi þá fylgja í kjölfarið. Ég fékk reyndar styrk í dag sem hjálpar. Síðan á ég að fá útborgað fyrsta júlí ef allt gengur eftir. Það er að vissu leyti lokkandi tilhugsun að komast í dagvinnu eftir útskrift og þar með treyst á mánaðarlegar launagreiðslur. En framtíðin er óráðin.