Eitt sem mér hefur alltaf þótt vanta og það er almennileg netþjónusta við sjónvarpsáhorfendur. Sjónvarp.is var ágæt hugmynd en hefur ekki þróast neitt og það dagskrár erlendu stöðvanna hafa dottið út. Aðalatriðið væri væntanlega samt að fá upplýsingar um íslensku stöðvarnar.
Ég nenni ekki að skoða dagskrárnar ítarlega til að reyna að finna það sem mig langar að horfa á. Ég nenni ekki heldur að muna hvenær þættir eru sýndir.
Það er margt sem mætti gera. Í fyrsta lagi væri það að geta valið út það sem maður vill horfa á. Augljóslega þyrfti maður að geta merkt við sjónvarpsþætti sem maður hefur áhuga á. Ég myndi sjálfur vilja hafa það þannig að maður gæti merkt við möguleika þannig að ég fengi að vita hvaða heimildarmyndir eru á dagskrá. Gaman væri að geta valið um að fá tilkynningu um það þegar eftirlætis leikstjóri eða leikari er með mynd.
Útfærslan á þessu gæti verið á ýmsan hátt. Sumir gætu viljað fá þetta í pósti en mér þætti þægilegast að geta tékkað á vefsíðu. Ég væri til dæmis hrifinn af því að fá þetta í svona hliðarrein eins og BloggGáttin mín er í. Ætlar ekki einhver að búa eitthvað svona til?