Ég mælti mér mót við Sigrúnu niðrí Iðu í hádeginu. Staðurinn var valinn af því að þau selja Kjörís. Eftir léttan hádegismat ætlaði ég að kaupa ís en þá var vélin biluð. Ég fór þar af leiðandi niður á Ingólfstorg og sætti mig við emmessís, ekkert sérstaklega góður.
Ég notaði Strætó fram og til baka, af Lækjartorgi yfir á Þjóðminjasafnsstoppistöðina. Strætókerfið virkar semsagt ef þú þarft bara að koma þér á milli þessara tveggja staða.
Fyrir hádegi gerði ég voðalega lítið. Ræddi aðeins um netþróunarstarf. Eftir hádegi hef ég síðan náð að skrifa upp um þrjátíu mínútur af viðtali. Stefni á að ná jafnvel öðru eins áður en ég fer heim. Ef ég hef orku.