Munchkin er skemmtilegt spil. Svo hafði mér verið sagt. Ég ákvað því að kaupa mér svoleiðis. Ég valdi Munchkin í Cthulhu útgáfu. Það var þó kannski ekki það snjallasta þar sem ég gat gert því fáir fatta vísanirnir. Sem betur fer er spilið alveg skemmtilegt án þess að fatta allt svoleiðis. Kannski að ég ætti að kaupa mér einhverja aðra gerð líka.