Wojciech Kilar

Ég tók mig til og skrapp niður í Laugardalshöll og kíkti á tónlistar og kvikmyndaúrvalið þar. Margt ágætt. Ég keypti nokkrar myndir en ánægðastur var ég með að finna tónlistina úr Bram Stoker’s Dracula. Ég átti þann disk fyrir löngu síðan en hann endaði, ásamt Bang með Frankie goes to Hollywood, einhvern veginn hjá minni fyrrverandi fyrir átta og hálfu ári þegar sambandi okkar lauk.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er rétt að benda á að þetta er magnaðasta kvikmyndatónlist sem samin hefur verið. Höfundur heitir þessu þjála nafni sem ég nota sem fyrirsögn á þessa færslu.