Mér hefur annars alltaf þótt fyndið hve latir ungir Sjálfstæðismenn eru þegar kemur að álagningaskránni. Þeir mættu alltaf þarna um morguninn fyrir myndavélarnar en voru síðan, að því er mér er sagt, yfirleitt horfnir fyrir hádegi. Mann grunar að í þetta sinn hafi þeir ekki einu sinni nennt að mæta þarna til að sýnast og þess vegna hafi Borgar neyðst til að mæta þarna einn með stílabók.