Friðbjörn Orri hræðslupúki

Þegar ég fjallaði um færslu Friðbjörns Orra um ósonlagið um daginn þá spáði (eða kom með alhæfingu um hvernig hann fer almennt að) ég því að ef hann svaraði þá myndi hann umorða gagnrýnina og þar að auki sleppa því að vísa á upprunalegu færsluna. Þetta rættist. Friðbjörn Orri „svarar“ en talar í raun ekkert um þá punkta sem ég kom með. Skoðið „svar“ Friðbjörn og upprunalegu færsluna mína og sjáið þetta sjálf.

Friðbjörn Orri er greinilega dauðhræddur við að leyfa lesendum sínum að sjá gagnrýni á sinn málflutning. Greyjið litli hræðslupúkinn.

One thought on “Friðbjörn Orri hræðslupúki”

  1. Haha, þetta er afar fyndið.

    Maður kannast reyndar við vinnubrögðin frá Hannesi Hólmsteini sjálfum. Hann hefur lengi beitt þeirri aðferðafræði að ef hann getur ekki svarað þeirri spurningu/gagnrýni sem að honum er beint án þess að hann komi illa út, þá breytir hann einfaldlega spurningunni/gagnrýninni og svarar nýju spurningunni/gagnrýninni. Hann er yfirleitt voðalega ánægður með eigin svör.

    Gaman að frjálshyggjufélagar skuli kenna hverjum öðrum þessar aðferðir. Gengi jafnvel svo langt að kalla það krúttlegt.

    Kveðjur 🙂

Lokað er á athugasemdir.