Brúin

Í gær fórum við Eygló á fyrstu myndina á Bíódögum. Við völdum The Bridge sem fjallar um sjálfsmorð á Golden Gate brúnni. Ákaflega áhugaverð mynd þar sem talað er við aðstandendur og reynt að kafa inn í sálarlíf þeirra sem hafa stokkið. Það er líka ótrúlegt að sjá öll sjálfsmorðin sem hafa náðst á mynd þarna. Það vekur augljóslega upp margar siðferðislegar spurningar en ég held að myndin sem heild réttlæti þessa notkun á myndefninu. En samt, erfitt.

Við eigum þá 9 myndir eftir 10 mynda pössunum okkar. Loksins kemst ég almennilega á einhverja kvikmyndahátíð.