Vinur minn spurði mig að þessari spurningu í vikunni. Færsla hans þar sem hann kvartar yfir því að SHA hafi ekki ályktað gegn rússnesku flugvélunum gefur ákveðna vísbendingu um hvert svarið sé. Í gær ályktuðu Hernaðarandstæðingar nefnilega um málið, í morgun var frétt um málið á Vísi og MBL. Það er náttúrulega sérlega auðmýkjandi fyrir Egil að hann vísar á heimasíðu SHA þar sem að ályktunina er að finna. Því miður sést ekki klukkan hvað Egill bloggaði um þetta en allavega var það í dag.
Er ekki komið að því að Egill Helgason fái að leggja sig í nokkur ár? Hann hefði gott af því. Ísland hefði gott af því.
p.s. færsla hans um Menningarnótt er álíka gáfuleg. Inntakið er að hann hafi reyndar aldrei mætt á hana en samt sé hún ömurleg.