Við bókasafnsfræðinördaklíkan höfum verið í um fjögur ár með það á stefnunni að fara til Keflavíkur að heimsækja Danna. Í dag tókst það. Við Eygló pikkuðum upp Halla og Hjördísi og keyrðum til Keflavíkur. Við vissum reyndar ekki hvar Duus hús væri en fengum leiðbeiningar í síma frá Danna þegar við nálguðumst Keflavík.
Við skoðuðum sýningar í húsinu. Þar voru bátalíkön. Sjálfum fannst mér líkanið af Gránu merkilegast (hver þekkir til þess skips annar en ég?). Við skoðuðum Poppminjasafnið líka en þetta var ekki tímabilið (sjötti áratugurinn) sem ég er spenntastur fyrir. Skoðuðum líka málverk.
Við áttum pantað borð á veitingastaðnum klukkan 17:30. Inngangurinn var mjög grunsamlegur, maður hélt að byggingaframkvæmdirnar þýddu að við værum á röngum stað en svo var ekki. Við pöntuðum okkur forrétt meðan við biðum eftir Nils, Sibbu og Flóka. Þegar þau komu þá sigraði Flóki alla með brosi og hlátri. Aðalrétturinn minn var yndisleg piparsteik.
Við lukum kvöldinu með spjalli heima hjá Danna og síðan skutlaði ég Hjördísi og Halla heim.
Ég var spurður um Gránu á söguprófi í fjölbraut. Erlent skip sem strandaði og Eyfirðingar gerðu upp ef ég man rétt.
Þetta er rétt en segir ekki alveg alla söguna.
Mega Akureyringar svara?
Ætli það ekki.