Stutt rúta á Bíódögum

Shortbus er sú mynd sem hefur komið hvað mest á óvart á hátíðinni. Þegar við Eygló skrifuðum lista í sitt hvoru lagi með myndum sem við vildum sjá þá var hún ekki á mínum. Las bara eitthvað um að það væru grafísk kynlífsatriði í henni og hugsaði með sjálfum mér að það þýddi að hún væri að öðru leyti óáhugaverð (eins og til dæmis 9 Songs). En ég hafði rangt fyrir mér. Myndin er fyndin, sorgleg, raunveruleg, töfrakennd og hvaðeina. Síðan hafði ég gaman af viðbrögðum, eða öllu heldur skorti á viðbrögðum, áhorfenda við sumum atriðunum. Gerði mig kátan.

Mæli hiklaust með henni, eða kannski smáhik fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að horfa á mjög grafísk kynlífsatriði. Og ef Jón Valur Jensson vill fara á hana þá skal ég splæsa á hann miða 😉