Það er vanabindandi að fara í bíó þannig að við skruppum enn og aftur. Í kvöld fórum við ekki á Bíódaga heldur á myndina Astrópíu.
Í stuttu máli má segja að þetta sé líklega ein besta íslenska myndin sem ég hef séð. Að einhverju leyti litar það mig að ég var einu sinni roleplay nörd og á þeim forsendum þóttu mér sumir þeir brandarar brjálæðislega fyndnir (sérstaklega bar kommentið). Á sama tíma þá hló Eygló að sömu hlutunum kannski af því að þeir voru undarlegir þannig að þetta virkar á báða vegu.
Ég mæli allavega hiklaust með henni. Skreppið í bíó og sjáið góða íslenska mynd.