Mikið að vesenast í dag. Ég skrapp í Tölvulistann og lét þá hafa tölvuna mína. Þeir ætla að reyna að redda henni áður en ég fer út. Fór síðan í Task til að kaupa hýsingu fyrir harða diskinn úr tölvunni, er að reyna að bjarga einhverju aðeins meira af henni. Næst Borgartún til að skila lyklum fyrir Svenna og Hrönn.
Hitti Helen hina svörtu (sem ég kynntist í Århus) í hádeginu. Hún er nýkomin Íslands. Ég spjallaði líka aðeins við Dóru og Tomma. Eftir hádegi skilaði ég hýsingunni og fór í BT og keypti aðra sem virkaði. Í BT í Kringlunni vinnur náungi sem mér finnst alltaf eins og ég geti treyst fullkomlega, voðalega almennilegur. Hann reddaði mér líka í þetta skiptið.
Eygló kom beint frá fyrsta vinnudeginum yfir í Odda og síðan fórum við með Helen og sambýling hennar Carrie í IKEA. Þar versluðum við ýmislegt og borðuðum.