Seinni fyrirlesturinn gekk vel, eiginlega betur en sá fyrri. Oddi 101 var troðfullur. Fyrirlesturinn endar væntanlega á netinu eins og sá fyrri (smellið og horfið).
Annars þá þótti mér undarlegt hvað Íslendingar eru illa að sér í trúarbragðasögu, þegar menn eru að spyrja hvort að „siðbót“ í Íslam gæti orðið til góðs þá hafa menn greinilega ekki kynnt sér málin alveg nógu vel.
Þessi heimsókn heppnaðist ákaflega vel. Áhuginn var meiri en ég bjóst við. Fjölmiðlaumfjöllun var líka góð. Við getum verið ánægð með árangurinn.