Kveðjupartíið lukkaðist vel. Ég þakka öllum sem komu og einnig þeim sem ekki komust en hafa kvatt mig á annan hátt. Ég bjó til skúffuköku og Eygló bjó til ostabrauð. Bæði runnu út og nú er einungis til smá biti af ólívuostabrauðinu. Ég borðaði síðustu skúffukökusneiðina í morgun.
Við spiluðum sem fyrir segir en meiripartinn af kvöldinu voru við bara að spjalla. Eggert ákvað að láta alla aðra gesti líta illa út með því að koma með kveðjugjöf, The Xenophopes guide to Icelanders. Ég er ekki búinn að skoða hana en Eygló er búin að sitja hér við hliðina á mér flissandi.
Ég er að taka til dótið mitt. Við fórum líka í Elkó áðan og keyptum vefmyndavél fyrir Eygló. Ég reyni að kaupa handa sjálfum mér í fríhöfninni eða bara úti. Það er allt í einu voðalega raunverulegt að ég sé að fara út.
