Hvað veist þú um málið?

Kannanir á netsíðum eru oft asnalegar. Það er kannski allt í lagi nema þegar þær eru síðan notaðar sem fréttaefni (sem reyndar ætti aldrei að gera því engar kannanir á netsíðum eru marktækar). Á Vísi er eftirfarandi spurning sem verður væntanlega í Fréttablaðinu á morgun:

Fréttablaðið spyr:
Bera Kate og Gerry McCann ábyrgð á hvarfi dóttur sinnar, Madeleine McCann?

Nei

Ég bið þá sem telja sig geta svarað þessari spurningu vinsamlegast um að hafa samband við lögregluna í Portúgal.

Það væri nógu slæmt að spyrja „Telurðu að…“ en að vera með þetta í svona svart/hvítu já/nei fullyrðingarformi er skelfilegt.

2 thoughts on “Hvað veist þú um málið?”

  1. Mér finnst þessi nú ekki mikið skárri, sem er fyrir ofan hana á Vísi.is:
    „Telurðu ásættanlegt að fórna persónuvernd til að tryggja öryggi borgaranna?

    Nei“
    Kveðjur 🙂

  2. Svona munu réttarkerfi framtíðarinnar virka. Engin rannsókn, engin niðurstaða… aðeins dómur með vefkönnun. Og að sjálfsögðu verður persónuverndinni fórnað í þágu öryggissins.

Lokað er á athugasemdir.