Ég bjóst ekki við að borgarstjórarmeirihlutinn félli í dag. Hef líka ekkert verið að fylgjast með þessu REI máli. Fréttirnar komu ánægjulega á óvart. Tal Sjálfsstæðismanna um óheiðarleg vinnubrögð er svolítið fyndið í ljósi þess hvernig þeir sjálfir stungu Ólaf í bakið eftir borgarstjórnarkosningar og hvernig þeir stungu Framsóknarmenn í bakið eftir Alþingiskosningar. En núna eru þeir sárir og reiðir. Voðalega vorkenni ég þeim.