Ég hef verið að horfa á The Tudors. Þættirnir eiga greinilega að vera í anda Rome. Það er samt langt frá því að vera á sama gæðastigi. Fyrsta serían er allavega frekar langdregin.
Ég þekki reyndar ekki sögu Hinriks áttunda jafnvel og Rómar en mér sýnist að hér sé frekar miklu breytt og sumu eiginlega að óþörfu. Sá sem leikur H8 er frekar rembingslegur. Hann er líka á köflum með full mikla Zoolander svipi. Síðan finnst mér hárgreiðslurnar frekar nútímalegar.
En ágætis afþreying svosem.