Um daginn þegar við vorum að borða heima hjá Antoniu þá var spjallað um ýmislegt. Meðal annars var Fabian hinn þýski að spyrjast fyrir um hvað uppþvottagrind væri á ensku. Dish rack var svarið.
Seinna um kvöldið var Ally herbergisfélagi (bandarísk) hennar Antoniu að setja saman eitthvað skúffudót sem hún hafði keypt í Tesco. Reyndar mislukkaðist það hjá henni og Antonia sá um samsetninguna. Eitthvað þótti fólkinu þarna skondið hve illa gekk hjá Ally að setja þetta saman. Fabian var hins vegar kominn með samviskubit af því að hann hélt að hún væri sár yfir einhverju kommenti sem hann kom með. Hann ákvað að bæta upp fyrir það þegar skúffusystemið var tilbúið og Ally var að fara með það inn í herbergið sitt. Hann kallaði því á eftir henni “Great rack”.
Nú sprungum við Sam (hinn sambýlingur Antoniu og einnig bandarísk) úr hlátri en enginn annar fattaði hvað hefði verið svona fyndið. Við þurftum því að útskýra fyrir Fabian, og hinum, að þetta hefði nú verið frekar óviðeigandi. Hann hélt að hann væri að hrósa skúffudótinu hennar en var í raun að hrósa barminu hennar. Fabian var svoltið miður sín eftir á.