Bomb it

Jæja, ég fór þrisvar á kvikmyndahátíðina hérna í Cork. Í dag vaknaði ég eldsnemma til að fara á heimildarmyndina Bomb it. Hún fjallar um graffití, veggjakrot, taggara, götulist og ýmislegt sem því tengist. Ég verð að segja að hún var nokkuð góð. Það eitt og sér að fara til svona margra landa gerir myndina áhugaverðari en hún hefði annars orðið. Hún rifjaði upp allar pælingar mínar um þetta fyrirbæri. Sérstaklega strategíu og taktík.

Eina gagnrýnin sem ég hef á myndina er að í kynningarefninu er talað um að hún setji efnið í sögulegt samhengi en hún gerir það í raun ekki nema til málamynda. Ég held að það hefði hjálpað myndinni töluvert ef það hefði verið gert almennilega. En ég mæli með henni. Sérstaklega augljóslega fyrir þjóðfræðinga og mannfræðinga.