Það er áhugavert hvernig fólk sem ekki skilur umræðu stekkur á aukaatriði í málinu til að geta haft skoðun. Þráinn Bertelsson er í Fréttablaðinu í dag að tala um biblíuþýðinguna og lætur eins og að notkun á orðinu “kynvillingur” sé það sem deilt er um. Það er svo langt frá því að vera deiluefnið. Málið snýst um hvort að þýðingin nýja sé rétt eða röng. Hvernig væri að kynna sér málin áður en maður tjáir sig um þau?
Sama með Tíu litla negrastráka. Fullt af fólki hefur tjáð sig um að því þyki orðið negri ekki niðrandi. Það er algjört aukaatriði. Aðalatriðið er tengsl bókarinnar við sögu kúgunar. Það var kerfisbundið alið á þeim steríótýpum sem við sjáum í bókinni til þess að réttlæta meðferð hvítra á svörtum. Og þeim sem halda því fram að það hafi ekki verið bullandi fordómar gegn svörtum á Íslandi er bent á að stjórnvöld báðu um að engir svertingjar myndu vera í hersetuliðinu hérna (enda hrætt við að nýjir Íslendingar gætu orðið eins á litinn á strákarnir í bókinni). Þá bjó var fólk sem ólst upp við TLN komið í fullorðinna manna tölu og ég veit ekki til þess að það hafi varið svörtu hermennina.
Og augljóslega tel ég að þessar tvær bækur hafi ekkert erindi til barna.