Ég er á Írlandi og missi því af sem virðist ætla að verða að stærsta hitting Vantrúar frá upphafi. Það hefur aldrei verið markmið félagsins að safna meðlimum en maður hlýtur að gleðjast þegar við getum sagt að við séum rúmlega 70. Það sem gerir þetta ennþá sætara er að kynjahlutföllin virðast vera að lagast. Verðum að muna að leiðrétta fólk sem segir “þeir í Vantrú”, það er langt frá því að vera satt (og var væntanlega ekki satt nema í örfáa mánuði í byrjun). Ímyndið ykkur hvað við gætum gert ef við hefðum peninga til að brenna eins og ónefnd félög í þessu þjóðfélagi.