Ferðaplön næsta sumars

Ferðaplön næsta sumars eru flókin. Eitt er nær öruggt, ég fer til Norður-Írlands í júní. Ég fæ vonandi styrk til þess sem dugar langleiðina fyrir kostnaðinum.

Önnur plön eru óljósari. Svíþjóð er mjög líklegur staður en það fer eftir ýmsu sem ég hef enga stjórn á. Írland kemur vissulega til greina og kæmi þá beint í kjölfarið á ferðinni til Norðursins. Það verður reyndar þjóðfræðiráðstefna í Cork sem ég hefði gaman af því að kíkja á en ég myndi líka vilja gera eitthvað fleira. Færeyjar eru alltaf á planinu en hafa yfirleitt þurft að mæta afgangi. Það fer líka mikið eftir því hvað Týr verður að gera. Danmörk kemur líka til greina enda mun ég eiga voðalega marga vini þar.

Þetta er of flókið en skýrist vonandi þegar á líður.