Höldum í krónuna

Wikipedia er skemmtileg. Ég rakst rétt áðan á grein um skandínavíska myntbandalagið. Frá 1875-1914 voru krónur Norðurlandanna jafnar að verðgildi (bandalagið byrjaði reyndar 1873 en Noregur kom tveimur árum seinna inn). Þetta varð víst til þess að hægt var að nota krónurnar utan upprunalandsins.

Mér finnst að við ættum að gleyma Evrupælingum og taka upp norræna krónu. Tengjum þær saman og höldum í allar krónurnar. Við ættum jafnvel að fá Tékka með í þetta plott.

Annars þá hef ég lítið að segja um efnahagsmál.

4 thoughts on “Höldum í krónuna”

Lokað er á athugasemdir.