Í gærkvöldi (föstudagskvöld semsagt) stofnaði ég hóp á Facebook sem ég kallaði Fíflin á skapari.com ættu að setja mig á óvinalista sinn (Facebook notendur geta notað þennan hlekk). Þetta er vísun í óvinalista sem þessi óskemmtilega vefsíða er með.
Ég er ekki mikið fyrir að spamma fólk þannig að ég sendi boð á svona tíu Facebook vini um að ganga í hópinn, aðallega fólk sem hefur tjáð sig um þetta. Hópurinn stækkaði frekar fljótt allan laugardaginn. Núna eru 84 búnir að skrá sig þarna og ég kannast ekki við nema kannski rétt rúmlega tuttugu manns. Gaman að því.