Ég var stressaðri en þegar ég fór í sjónvarpið en Matti stóð sig mjög, mjög vel. Maður þakkar líka Agli fyrir að hafa ekki verið neitt að níðast á honum þrátt fyrir fyrri deilur okkar.
Matti leiðrétti vitleysurnar sem hafa verið í gangi og útskýrði málin á einfaldan hátt.
Það vildi reyndar svo skemmtilega til að það var löngu planað að hafa þennan mánaðarlega hitting Vantrúar heima hjá Matta í hádeginu í dag. Það þýðir reyndar að Matti gat ekki búið til pizzur og eggjakökur en þau fyrirgefa honum það væntanlega eftir frammistöðuna. Gyða hefur væntanlega líka búið til eitthvað gott. Nú væri gaman að vera með.