Það er greinilegt að fólki hefur ofboðið ósmekklegar árásir biskups á Siðmennt. Ég er að fá fréttir af því að það hafi orðið þónokkur félagafjölgun þar síðustu daga. Að sama skapi veit ég af úrskráningum úr kirkjunni. Vantrú hefur líka fengið nokkrar aðildarumsóknir.
Sjálfur er ég mjög að íhuga að ganga í Siðmennt. Það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ekki gert það áður en engar neitt sérstaklega góðar. Það er líka þannig að Siðmennt þarf meðlimi og peninga til að standa í öllum þeim verkefnum sem þar eru í gangi.
Allavega ef þið viljið sýna stuðning ykkar við Siðmennt í verki þá er hægt að ganga í félagið á vefnum.